Erlent

Rússar ekki samstarfsþýðir

Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, en Litvinenko sakaði hann um morðið á sér.
Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, en Litvinenko sakaði hann um morðið á sér. MYND/AP

Saksóknari rússneska ríkisins, Yuri Chaika, hélt í dag fréttamannafund og sagði að ef einhverjir rússneskir ríkisborgarar verði grunaðir um græsku í eitrunarmálinu svokallaða muni rússnesk lögregla yfirheyra þá og það verði réttað yfir þeim í Rússlandi. Chaika sagði ennfremur að enginn myndi verða framseldur til Bretlands.

Varðandi spurningar um hvort að pólóníumið sem notað var til þess að myrða Alexander Litvinenko hafi komið frá Rússlandi, sagði Chaika að enginn möguleiki væri á að svo væri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×