Viðskipti erlent

Ríkið selur hlut sinn í Alitalia

Höfuðstöðvar Alitalia í Róm á Ítalíu.
Höfuðstöðvar Alitalia í Róm á Ítalíu. Mynd/AFP
Ríkisstjórn Ítalíu hefur ákveðið að selja 30,1 prósents hlut sinn í flugfélaginu Alitalia gegn ákveðnum skilyrðum. Franska flugfélagið Air France-KLM hefur haft hug á kaupum og samruna flugfélaganna.

Samkvæmt skilyrðum ríkisins, sem fer með 49,9 prósenta hlut í Alitalia, verður kaupandinn að gera yfirtökutilboð í félagið, tryggja rekstur félagsins á Ítalíu og gera gera ráðstafanir til að bæta reksturinn.

Air France-KLM, sem hefur átt í viðræðum við Alitalia um hugsanlegan samruna, segir endurskipulagningar þörf í rekstri flugfélagsins. Þá hefur sömuleiðis verið haft eftir stjórnendur Air France-KLM að ríkið verði að losa sig við hlut sinn í félaginu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×