Innlent

Fær 23 milljónir vegna mistaka í brjóstastækkunaraðgerð

Tveir læknar voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða konu rúmar tuttugu og þrjár milljónir króna í bætur vegna mistaka í aðgerð. Konan fór í brjóststækkunaraðgerð en á meðan á aðgerðinni stóð hætti hún að anda og fékk hjartastopp. Læknar náðu að lífga konuna aftur við en konan er 65% öryrki eftir aðgerðina.

Dómnum þótti ljóst að konan hefði orðið fyrir alvarlegum súrefnisskorti í svæfingu sem ekki hefði átt að að eiga sér stað ef rétt hefði verið staðið að vöktun og framkvæmd svæfingarinnar, læknar gerðu einnig mistök við endurlífgun konunnar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×