Innlent

Bóndi ákærður fyrir spjöll við álver á Reyðarfirði

Ábúandinn á Kollaleiru í Reyðarfirði, sagði fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag, að honum liði eins og flóttamanni í eigin landi. Hann er sakaður um að hafa valdið Bechtel vinnutjóni á álverssvæðinu en sjálfur segir hann að fyrirtækið hafi valdið honum tjóni með ólöglegu athæfi á jörð hans.

Í morgun var þingfest ákæra á hendur Guðmundi Beck á Kollaleiru, í Héraðsdómi Austurlands. Guðmundi er gefið að sök að hafa í óleyfi farið inn á vinnusvæði Bechtel við álverið við Reyðarfjörð, klippt sundur vírgirðingu og valdið með því skemmdum. Einnig er hann ákærður vegna vinnutaps, en ákæruvaldið heldur því fram að 1000 störf hafi verið felld niður í tvo tíma vegna aðgerða Guðmundar og fer fram á 11,3 milljón króna bætur. Við þingfestingu í dag sagðist Guðmundur kannast við að hafa farið inn á svæðið án þess þó að hafa brotið af sér. Guðmundur segir yfirvöld hér hálfu verri en einsræðisstjórnin í Kína, sem sé þó að útvega almenningi rafmagn með sínum virkjunum, sem ekki skorti hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×