Erlent

Neyðarástandi lýst yfir á Fídjieyjum

MYND/AP

Útvarpið á Fídjieyjum greindi frá því í nótt að neyðarástandi verði lýst yfir í landinu í dag, en herinn framdi valdarán í landinu í fyrrinótt. Það var það fjórða sem framið er á eyjunum síðastliðin 20 ár.

Samkvæmt tilkynningunni verður höfuðborgin Suva girt af, útgöngubann verður sett á auk þess sem allt varalið hersins verður kallað út. Valdaránið kemur í kjölfar deilna á milli yfirmanns hersins og forsætisráðherra landsins en þeir hafa eldað grátt silfur saman undanfarið ár. Aðalástæða valdaránsins var sú að hershöfðinginn taldi forsætisráðherran sýna fyrrum valdaræningjum of mikla linkind.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×