Erlent

Gates samþykktur af varnarmálanefnd

Robert Gates, væntanlegur arftaki Donalds Rumsfelds.
Robert Gates, væntanlegur arftaki Donalds Rumsfelds. MYND/AP

Varnarmálanefnd Bandaríkjaþings samþykkti einróma tilnefningu Robert Gates sem varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Gates kom fyrir nefndina í gær og svaraði spurningum hennar. Öldungadeildin mun í framhaldinu greiða atkvæði um tilnefningu Gates og ræður það því hvort hann taki við embættinu af Donald Rumsfeld.

Ekki er búist við öðru en að Gates hljóti einnig náð fyrir augum öldungadeildarinnar, þar sem allir nefndarmennirnir samþykktu útnefningu hans, en í nefndinni eiga sæti 21 af 100 öldungadeildarþingmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×