Innlent

ASÍ lýsir yfir undrun sinni

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, við undirritun viljayfirlýsingarinnar.
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, við undirritun viljayfirlýsingarinnar. MYND/Vísir

Alþýðusamband Íslands lýsir undrun sinni á undirritun viljayfirlýsingar íslenskra stjórnvalda um fríverslunarviðræður við Kína. Það endurspegli áform um að ætla íslenskum fyrirtækjum og launafólki að keppa á jafnréttisgrundvelli við ríki, sem virðir ekki grundvallar mannréttindi, segir í yfirlýsingu ASÍ.

Varar sambandið við að hefja samningaviðræður við ríki þar sem forystumenn frjálsra verkalýðsfélaga séu fangelsaðir og verkföll séu bönnuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×