Erlent

Norður-Kórea segir langt í viðræður

Suður-Kóreubúar mótmæla hér kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu fyrr á þessu ári.
Suður-Kóreubúar mótmæla hér kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu fyrr á þessu ári. MYND/AP

Sexveldaumræðurnar munu ekki hefjast á þessu ári eða í náinni framtíð vegna ósanngjarnra skilyrða Bandaríkjastjórnar en þessu halda norður-kóreskir embættismenn fram. Þessu skýrði rússneska fréttastofan Interfax frá í morgun en hún er ein af fáum fréttastofum sem hafa aðgang að norður-kóreskum fréttamiðlum.

Sexveldaumræðurnar hafa tafist síðan Norður-Kórea gekk frá samningaborðinu fyrir ári síðan en hópinn sem að þeim standa mynda, ásamt Norður-Kóreu, Suður-Kórea, Rússland, Bandaríkin, Japan og Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×