Erlent

Einræktun fósturvísa leyfð í Ástralíu

Fósturvísar, sem nú má einrækta í Ástralíu.
Fósturvísar, sem nú má einrækta í Ástralíu. MYND/Vísir

Ástralir hafa ákveðið að leyfa einræktun á fósturvísum eftir miklar og tilfinningaríkar umræður en forsætisráðherra Ástralíu, John Howard, var á móti lögunum. Hin nýju lög gera það kleift að rannsaka hugsanlegar erfðalækningar á erfiðum sjúkdómum og fötlunum.

Áfram verður þó bannað að flytja inn eða út einræktaða fósturvísa sem og að koma þeim fyrir í líkömum lifandi vera. Mikill stuðningur við hin nýju lög er á meðal almennings en um 80% styðja þau.

Trúarlegir hópar eru þó á móti þessum lögum sem og andstæðingar fóstureyðinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×