Erlent

Neyðarlög sett á Fídjieyjum

Neyðarlög eru í gildi á Fídjieyjum eftir að her landsins rændi þar völdum í gær. Leiðtogar valdaránsins hafa haft hraðar hendur undanfarinn sólarhring, meðal annars leyst upp þingið, sett nýjan forsætisráðherra í embætti til bráðabirgða og rekið lögreglustjóra ríkisins. Ekki hefur komið til átaka vegna valdaránsins en stuðningsmenn Laisenai Qarase forsætisráðherra sem steypt var af stóli hafa mótmælt á friðsamlegan hátt. Flest ríki heims hafa fordæmt valdaránið og helstu bakhjarlar eyjaskeggja hafa tímabundið hætt við þá þróunaraðstoð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×