Erlent

Tvennt líflátið í Sádi-Arabíu

Í dag tóku stjórnvöld í Sádi-Arabíu pakistanskan karl og konu af lífi vegna fíkniefnasmygls og hafa þá alls 31 verið tekin af lífi í landinu það sem af er ári. Parið var tekið af lífi í borginni Mecca en öllum dauðadómum er framfylgt opinberlega. Ströng sharíalög, eða íslömsk lög, gilda í konungsdæminu.

Árið 2004 voru 86 teknir af lífi en aðeins 36 árið 2005 og er talið að þrýstingur mannréttindahópa og vestrænna stjórnvalda hafi dregið úr dauðadómum í landinu en allir þeir sem fundnir eru sekir um eiturlyfjasmygl, nauðgun eða morð geta hlotið dauðadóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×