Innlent

Bæjarráð Hornafjarðar vill að vinna við jarðgöng hafi forgang

Hornafjörður.
Hornafjörður. MYND/MWL

Bæjarráð Hornafjarðar hvetur til að 200 milljónir sem ætlaðar eru til lagfæringar á veginum um Hvalnes- og Þvottárskriður verði frekar notaðar til að hefja undirbúning jarðganga undir Lónsheiði. Fréttavefurinn horn.is greinir frá þessu.

Í bókun á bæjarráðsfundi frá í fyrradag er sagt ljóst að ekki sé um framtíðarvegstæði að ræða í Skriðunum vegna grjóthruns og skriðufalla.

Bæjarstjóri Hornafjarðar hefur óskað eftir fundi með vegamálastjóra vegna vegarins um Hvalnes- og Þvottárskriður og framtíð hringvegarins um þessar slóðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×