Erlent

Ísraelska hermanninum brátt sleppt

Mubarak (t.h.) sést hér á fundi með íraska utanríkisráðherranum.
Mubarak (t.h.) sést hér á fundi með íraska utanríkisráðherranum. MYND/AP

Ísraelska hermanninum sem var rænt af palestínskum vígamönnum í júní verður hugsanlega sleppt á næstunni en þetta sagði Hosni Mubarak, foresti Egyptalands, í blaðaviðtali í morgun.

Hann sagði að viðræður væru komnar á lokastig og að yfirmenn Hamas ættu aðeins eftir að samþykkja tillöguna. Egyptaland hefur gert mikið í því að reyna að leysa deiluna en Mubarak sagði engu að síður að sumir aðilar vildu greinilega ekki gera það sem best væri fyrir palestínsku þjóðina og er talið að hann eigi þar við yfirmann Hamas, Khaled Mashaal sem býr í Sýrlandi.

Ránið á hermanninum markaði upphafið á ferlinu sem leiddi til 34 daga stríðs Ísraels við Hamas í Líbanon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×