Erlent

Ísraelar hafa ekki áhyggjur af skýrslu Íraksnefndarinnar

Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert.
Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert. MYND/AP

Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, útilokaði í dag viðræður við Sýrland í náinni framtíð og bjóst hann heldur ekki við því að verða var við aukinn þrýsting frá Bandaríkjunum þess efnis þrátt fyrir skýrslu Íraksnefndarinnar sem kom út í gær en hún bendir á að ef einhver árangur á að nást í friðarumleitunum í Mið-Austurlöndum verði að huga að málefnum Ísraels.

Olmert sagði ennfremur að það væri einfaldlega rangt að segja að deilur Ísraela við Palestínumenn og Líbanon tengdust ástandinu í Írak á einhvern hátt. "Mið-Austurlönd eiga í fullt af vandræðum sem tengjast okkur ekki á neinn hátt" sagði hann að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×