Erlent

Múslimaráð Sómalíu hafnar þátttöku friðargæsluliða

Stuðningskonur Múslimaráðsins í Sómalíu.
Stuðningskonur Múslimaráðsins í Sómalíu. MYND/AP

Múslimaráðið sem ræður ríkjum í stórum hluta Sómalíu hefur hafnað því að Sameinuðu þjóðirnar sendi þangað friðargæslulið og segjast ætla að berjast gegn því af öllu afli ef til þess kemur.

Ályktunin sem var samþykkt af öryggisráðinu kveður á um að 8.000 friðargæsluliðar verði sendir sem fyrst til Sómalíu og að vopnasölubanni þar í landi verði aflétt svo ríkisstjórn landsins geti vopnað heri sína á ný vegna baráttunnar við múslimaráðið.

Fréttaskýrendur telja þó að ályktunin sé frekar hugsuð sem stuðningsyfirlýsing heldur en raunveruleg boðun á friðargæsluliði í náinni tíð. Múslimaráðið vill einnig berjast gegn því að nágrannaríki Sómalíu, Eþíópía, verði með hermenn í aflanum en Eþíópía og Erítrea hafa löngum eldað grátt silfur saman vegna landamæradeilna og gætu dregist út í hugsanleg átök þar sem löndin styðja mismunandi aðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×