Innlent

Finnst rjúpan best

Vegfarendur ráku upp stór augu í gær þegar fálki steypti sér niður á Lækjartorgi, fyrir framan Héraðsdóm Reykjavíkur. Þrátt fyrir að komið væri ansi nærri, fór hann hvergi þar sem hann gæddi sér á hettumáfi.

Guðmundur A Guðmundsson fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun segir ekki vera óalgengt að fálkar leiti matar í byggð þegar rjúpnastofnsinn er rýr eins og kom í ljós eftir rjúpnaveiðitímabilið, en óvenjufáar rjúpur veiddust í ár.

Guðmundur segir fálkann háðan rjúpnastofninum, og þegar hann falli taki það tvö ár að koma niður á fálkastofninum sem telur um þrjú hundruð pör. Þá leiti fálkinn í aðra fugla.

Hann segir Fálkann vera tækifærissinna sem borði meðal annars vaðfugla, stelki, endur og hettumáfa, en honum finnist, eins og mörgum um jólin, rjúpan best.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×