Erlent

Evrópusambandið hafnar tilboði Tyrkja

Kýpversk flugvél.
Kýpversk flugvél. MYND/AP

Evrópusambandið hefur hafnað tilboði Tyrkja um að opna eina höfn og einn flugvöll fyrir umferð til og frá Kýpur. Tyrknesk stjórnvöld lögðu tilboðið fram í þeirri von að það myndi liðka fyrir inngöngu Tyrklands í Evrópusambandið, en aðildarviðræðum var nýlega hætt og þá meðal annars vegna afstöðu Tyrkja til Kýpur.

Tilboðinu var síðan hafnað þar sem það var ekki talið ganga nógu langt. Tyrkir réðust inn á norðurhluta eyjunnar árið 1974 og tóku þar völdin. Tyrkir eru jafnframt eina þjóð heimsins sem viðurkennir ríkisstjórn Kýpur-Tyrkja en ekki Kýpur-Grikkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×