Erlent

Litvinenko jarðaður

Ættingjar og vinir fylgja Litvinenko til grafar í gær.
Ættingjar og vinir fylgja Litvinenko til grafar í gær. MYND/AP

Alexander Litvinenko, fyrrum rússneskur njósnari sem var myrtur í nóvember, var jarðsettur í gær. Milljarðamæringar, gagnrýnendur rússneskra stjórnvalda og tétenskir uppreisnarmenn söfnuðust saman til þess að fylgja Litvinenko til grafar en hann var grafinn í sama kirkjugarði og upphafsmaður kommúnismans, Karl Marx.

Litvinenko var myrtur með geislavirka efninu pólóníum en rússnesk yfirvöld tilkynntu í gær að þau hefðu hafið morðrannsókn í máli hans og annars fyrrum rússnesks njósnara sem talið er að hafi verið eitrað fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×