Innlent

Miklar annir á lokaspretti þingsins fyrir jól

MYND/GVA

Miklar annir verða á Alþingi Íslendinga í dag enda hafa stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar orðið ásáttir um að hefja jólafrí þingsins á morgun. 35 mál eru á dagskrá þingfundar í dag sem hófst klukkan tíu.

Önnur umræða um frumvarp um Ríkisútvarpið ohf. heldur áfram í dag en ákveðið var í gær að fresta þriðju umræðu um það fram yfir áramót. Önnur umræða verður einnig um fjölmörg önnur frumvörp sem ætlunin er að samþykkja fyrir áramót. Þá mælir Geir H. Haarde forsætisráðherra fyrir frumvarpi um fjármál stjórnmálaflokkanna sem hann flytur ásamt formönnum hinna stjórnmálaflokkanna.

Líklegt má telja að fundur standi langt fram á kvöld en annar fundur hefur verið boðaður klukkan hálftíu í fyrramálið. Eftir að honum lýkur komast þingmenn í langþráð jólafrí.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×