Innlent

Neytendasamtökin standa á bak við áfrýjun vegna olíusamráðsmáls

MYND/Heiða

Stjórn Neytendasamtakanna hefur tekið ákvörðun um að standa á bak við kæru Sigurðar Hreinssonar, húsasmiðs á Húsavík, til Hæstaréttar vegna frávísunar héraðsdóms á máli hans á hendur Keri hf., sem áður var Olíufélagið Esso.

Ker var í fyrradag sýknað í héraðsdómi af sumum kröfum Sigurðar og öðrum vísað frá en hann vildi fá bætur vegna þess tjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna samráðs stóru olíufélaganna. Neytendasamtökin greiddu málskostnaðinn fyrir héraðsdómi og hyggjast nú óska eftir niðurstöðu frá Hæstarétti um það hvort það var eðlilegt að vísa hluta af málinu frá vegna þess að mat skorti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×