Yfirréttur í Englandi ógildir meiðyrðadóm gegn Hannesi 8. desember 2006 15:05 Yfirréttur í Lundúnum ógilti í dag dóm sem felldur var sumarið 2005 í meiðyrðamáli Jóns Ólafssonar á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor. Fram kemur í tilkynningu frá Heimi Erni Herbertssyni, lögmanni Hannesar, að í dóminum hafi verið tekið undir þau rök Hannesar að stefna í málinu hefði ekki verið birt Hannesi réttilega samkvæmt íslenskum lögum. Yfirrétturinn hafnaði þannig niðurstöðu ensks undirréttar frá því í maí sem hafði talið sér heimilt að veita undanþágu frá hinum íslensku reglum um löglega birtingu stefnu.Jón Ólafsson höfðaði mál á hendur Hannesi sumarið 2004 vegna orða sem Hannes hafði látið falla um Jón á ráðstefnu í Reykholti árið 1999 og birt voru á heimasíðu Hannesar. Hannes tók ekki til varna í málinu í Bretlandi þar sem bæði lögfræðingur Háskóla Íslands og í dómsmálaráðuneytinu töldu að málinu yrði vísað frá. Hins vegar var Hannes í fyrra dæmdur til að greiða Jóni 11 milljónir króna í sekt vegna ummælanna og var fjárnám gert í eigum Hannesar með skuldabréfi sem Hannes hafði fengið vegna sölu á húsi sínu að Hringbraut 24.Hannes bar það svo undir Héraðsdóm Reykjavíkur hvort fjárnámið væri lögmætt og krafðist þess að umræddur útivistardómur í Bretlandi yrði ekki fullnustaður hér á landi. Sú krafa byggðist meðal annars á því að dómurinn væri ógildur.Um leið fóru lögmenn Hannesar fram á það við dómstól í Bretlandi að úrskurðað yrði hvort dómurinn væri ógildur eða ekki. Hann var svo ógildur í yfirrétti í Lundúnum í dag og segir í tilkynningu lögmanns Hannesar að ranglega hafi verið staðiðð að málarekstrinum í upphafi sem leiði til þessarar niðurstöðu. „Af því leiðir að enginn grundvöllur er fyrir fjárnámsgerðinni á hendur Hannesi Hólmsteini og væntir hann þess að hún verði felld niður," segir í yfirlýsingunni. Dómsmál Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira
Yfirréttur í Lundúnum ógilti í dag dóm sem felldur var sumarið 2005 í meiðyrðamáli Jóns Ólafssonar á hendur Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor. Fram kemur í tilkynningu frá Heimi Erni Herbertssyni, lögmanni Hannesar, að í dóminum hafi verið tekið undir þau rök Hannesar að stefna í málinu hefði ekki verið birt Hannesi réttilega samkvæmt íslenskum lögum. Yfirrétturinn hafnaði þannig niðurstöðu ensks undirréttar frá því í maí sem hafði talið sér heimilt að veita undanþágu frá hinum íslensku reglum um löglega birtingu stefnu.Jón Ólafsson höfðaði mál á hendur Hannesi sumarið 2004 vegna orða sem Hannes hafði látið falla um Jón á ráðstefnu í Reykholti árið 1999 og birt voru á heimasíðu Hannesar. Hannes tók ekki til varna í málinu í Bretlandi þar sem bæði lögfræðingur Háskóla Íslands og í dómsmálaráðuneytinu töldu að málinu yrði vísað frá. Hins vegar var Hannes í fyrra dæmdur til að greiða Jóni 11 milljónir króna í sekt vegna ummælanna og var fjárnám gert í eigum Hannesar með skuldabréfi sem Hannes hafði fengið vegna sölu á húsi sínu að Hringbraut 24.Hannes bar það svo undir Héraðsdóm Reykjavíkur hvort fjárnámið væri lögmætt og krafðist þess að umræddur útivistardómur í Bretlandi yrði ekki fullnustaður hér á landi. Sú krafa byggðist meðal annars á því að dómurinn væri ógildur.Um leið fóru lögmenn Hannesar fram á það við dómstól í Bretlandi að úrskurðað yrði hvort dómurinn væri ógildur eða ekki. Hann var svo ógildur í yfirrétti í Lundúnum í dag og segir í tilkynningu lögmanns Hannesar að ranglega hafi verið staðiðð að málarekstrinum í upphafi sem leiði til þessarar niðurstöðu. „Af því leiðir að enginn grundvöllur er fyrir fjárnámsgerðinni á hendur Hannesi Hólmsteini og væntir hann þess að hún verði felld niður," segir í yfirlýsingunni.
Dómsmál Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira