Innlent

Síðasti þingfundur fyrir jólafrí

Alþingi kom saman til síðasta fundar síns fyrir jólaleyfi klukkan hálf tíu í morgun. Fyrir fundinum liggja þrjátíu mál. Búast má við að nokkur þeirra verði afgreidd sem lög frá Alþingi í dag.

Meðal mála sem lágu fyrir á þinginu í dag voru lög um ættleiðingastyrki, breyting á lögum um Landsvirkjun, endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar og fjölmörg mál sem voru í annarri umræðu. Mikið var um atkvæðagreiðslur á þinginu og þurftu ýmsir þingmenn að gera grein fyrir atkvæði sínu. Þar á meðal tjáði Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna sig um frestun á vegaframkvæmdum upp á þriðja milljarð króna. Stórtæk loforð um vegabætur í umræðum um samgöngumál síðustu dægrin sagði hann því vera hreina sýndarmennsku.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×