6,6% íslenskra barna býr við fátækt 9. desember 2006 18:15 Á fimmta þúsund íslenskra barna býr við fátækt, samkvæmt nýrri skýrslu sem forsætisráðherra lét taka saman að beiðni þingmanna Samfylkingarinnar. Þetta er óviðunandi ástand, segir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, sem vill meðal annars skoða hækkun barnabóta. Fyrir rúmu ári óskuðu þingmenn Samfylkingarinnar eftir skýrslu um fátækt barna og hag þeirra. Forsætisráðherra skilaði skýrslunni í gærkvöldi en þar kemur fram að árið 2004 hafi 4634 börn búið við fátækt á Íslandi - miðað við reiknireglur OECD. Þetta eru 6,6% allra íslenskra barna - eða 6,3% ef námslán eru reiknuð sem framfærslutekjur. Reikniaðferð OECD miðast við svo kallaðar miðtekjur. sem eru þær tekjur þegar jafnmargir eru með hærri og lægri tekjur en miðtekjufólk. Þegar fólk er síðan aðeins með helming miðtekna, er það komið undir fátæktarmörk að mati OECD. Helgi Hjörvar segir þessa stöðu óviðunandi. "Við sjáum af samanburði að í hópi OECD ríkjanna þá stöndum við ágætlega en við erum eftirbátar hinna Norðurlandanna sem augljóslega eru að ná umtalsvert betri árangri en við í að nota skatt- og bótakerfið í að fækka fátækum börnum." Ýmislegt hefur áhrif á efnahag barnafjölskyldna. Því yngri sem foreldrarnir eru því bágbornari efnahagurinn, barn sem býr hjá einstæðu foreldri er fimm sinnum líklegra til að búa við fátækt en ef tveir foreldrar eru á heimilinu. Aðspurður hvort hækka þurfi barnabætur segir Helgi það ein af þeim leiðum sem þurfi að skoða alvarlega. Helgi segir mikilvægt að greina hvaða börn búa ekki við tímabundna fátækt, heldur alast upp við fátækt, jafnvel kynslóð fram af kynslóð. Það þurfi að skoða þær leiðir sem Norðurlandaþjóðirnar hafa farið til að fækka fátækum börnum. "Og verið best í heimi í þessu eins og svo mörgu öðru." Fréttir Innlent Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira
Á fimmta þúsund íslenskra barna býr við fátækt, samkvæmt nýrri skýrslu sem forsætisráðherra lét taka saman að beiðni þingmanna Samfylkingarinnar. Þetta er óviðunandi ástand, segir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, sem vill meðal annars skoða hækkun barnabóta. Fyrir rúmu ári óskuðu þingmenn Samfylkingarinnar eftir skýrslu um fátækt barna og hag þeirra. Forsætisráðherra skilaði skýrslunni í gærkvöldi en þar kemur fram að árið 2004 hafi 4634 börn búið við fátækt á Íslandi - miðað við reiknireglur OECD. Þetta eru 6,6% allra íslenskra barna - eða 6,3% ef námslán eru reiknuð sem framfærslutekjur. Reikniaðferð OECD miðast við svo kallaðar miðtekjur. sem eru þær tekjur þegar jafnmargir eru með hærri og lægri tekjur en miðtekjufólk. Þegar fólk er síðan aðeins með helming miðtekna, er það komið undir fátæktarmörk að mati OECD. Helgi Hjörvar segir þessa stöðu óviðunandi. "Við sjáum af samanburði að í hópi OECD ríkjanna þá stöndum við ágætlega en við erum eftirbátar hinna Norðurlandanna sem augljóslega eru að ná umtalsvert betri árangri en við í að nota skatt- og bótakerfið í að fækka fátækum börnum." Ýmislegt hefur áhrif á efnahag barnafjölskyldna. Því yngri sem foreldrarnir eru því bágbornari efnahagurinn, barn sem býr hjá einstæðu foreldri er fimm sinnum líklegra til að búa við fátækt en ef tveir foreldrar eru á heimilinu. Aðspurður hvort hækka þurfi barnabætur segir Helgi það ein af þeim leiðum sem þurfi að skoða alvarlega. Helgi segir mikilvægt að greina hvaða börn búa ekki við tímabundna fátækt, heldur alast upp við fátækt, jafnvel kynslóð fram af kynslóð. Það þurfi að skoða þær leiðir sem Norðurlandaþjóðirnar hafa farið til að fækka fátækum börnum. "Og verið best í heimi í þessu eins og svo mörgu öðru."
Fréttir Innlent Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira