Kosningabaráttan hafin 10. desember 2006 18:11 Síðasti þingfundur Alþingis fyrir jólaleyfi leystist upp í kosningafund á lokasprettinum og kallaði formaður Samfylkingarinnar ríkisstjórnina einhverja skæðustu frjálshyggjustjórn Vesturlanda. Þingmaður Framsóknarflokksins sagði þvert á móti að ríkisstjórnin væri velferðarstjórn sem bætt hefði hag allra landsmanna. Það eru fimm mánuðir til kosninga og þingfundur í gær bar þess merki. Stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar tókust á um skattabreytingar og hverjum þær kæmu helst til góða. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði að fimm mánuðum fyrir kosningar, eftir 12 ára setu þá ákveði ríkisstjórnin að taka sig saman í andlitinu. "Þessi ríkisstjórn sem er mesta hægristjórn sem hér hefur setið, frjálshyggjustjórn sem er í hópi þeirra skæðustu sem setið hafa á Vesturlöndum." Sæunn Stefánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var ekki sátt við þessa lýsingu. "Ef við förum yfir verkefni þessarar ríkisstjórnar frá 1998 þá er það nú þannig að okkur hefur tekist að auka hér útgjöld til heilbrigðismála að raungildi um 50%, til félagsmála og almannatrygginga um 45%, til menntamála um 60% og háskólastigsins eins og sér 80%. Að þessu leyti má segja að þetta hafi verið velferðarstjórn." Og Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna var líka kominn í kosningaham. "Það er rangt hjá þeim sem eru hingað komnir til að monta sig af skattalækkanapólitík að þeir standi fyrir þau gildi sem við gerum í Vinstri hreyfingunni grænu framboði." Pétur Blöndal lýsti ánægju sinni með verk stjórnarinnar. "Hæstvirt ríkisstjórn hefur með risaskrefum afnumið skatta á síðasta kjörtímabili. Ég minni á afnám eignaskatta, lækkun tekjuskatta, lækkun skatta á hagnað fyrirtækja, erfðafjárskattinn og svo framvegis." Fréttir Innlent Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Síðasti þingfundur Alþingis fyrir jólaleyfi leystist upp í kosningafund á lokasprettinum og kallaði formaður Samfylkingarinnar ríkisstjórnina einhverja skæðustu frjálshyggjustjórn Vesturlanda. Þingmaður Framsóknarflokksins sagði þvert á móti að ríkisstjórnin væri velferðarstjórn sem bætt hefði hag allra landsmanna. Það eru fimm mánuðir til kosninga og þingfundur í gær bar þess merki. Stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar tókust á um skattabreytingar og hverjum þær kæmu helst til góða. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði að fimm mánuðum fyrir kosningar, eftir 12 ára setu þá ákveði ríkisstjórnin að taka sig saman í andlitinu. "Þessi ríkisstjórn sem er mesta hægristjórn sem hér hefur setið, frjálshyggjustjórn sem er í hópi þeirra skæðustu sem setið hafa á Vesturlöndum." Sæunn Stefánsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var ekki sátt við þessa lýsingu. "Ef við förum yfir verkefni þessarar ríkisstjórnar frá 1998 þá er það nú þannig að okkur hefur tekist að auka hér útgjöld til heilbrigðismála að raungildi um 50%, til félagsmála og almannatrygginga um 45%, til menntamála um 60% og háskólastigsins eins og sér 80%. Að þessu leyti má segja að þetta hafi verið velferðarstjórn." Og Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna var líka kominn í kosningaham. "Það er rangt hjá þeim sem eru hingað komnir til að monta sig af skattalækkanapólitík að þeir standi fyrir þau gildi sem við gerum í Vinstri hreyfingunni grænu framboði." Pétur Blöndal lýsti ánægju sinni með verk stjórnarinnar. "Hæstvirt ríkisstjórn hefur með risaskrefum afnumið skatta á síðasta kjörtímabili. Ég minni á afnám eignaskatta, lækkun tekjuskatta, lækkun skatta á hagnað fyrirtækja, erfðafjárskattinn og svo framvegis."
Fréttir Innlent Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent