Viðskipti erlent

Sanyo innkallar farsímarafhlöður

Japanski hátækniframleiðandinn Sanyo hefur innkallað 1,3 milljónir rafhlaða fyrir farsíma undir merkjum Sanyo en óttast er að þær geti ofhitnað með þeim afleiðingum að kviknað geti í þeim.

Sanyo er einn stærsti framleiðandi rafhlaða fyrir farsíma í heiminum. Fyrirtækið hefur þrátt fyrir það skilað tapi síðastliðin þrjú ár.

Innköllunin bætti ekki úr skák enda lækkaði gengi hlutabréfa í fyrirtækinu um 3,1 prósent þegar greint var frá innkölluninni á föstudag. Gengið stóð í 159 jenum við lokun markað í lok síðustu viku og hafði það ekki verið lægra síðan í september árið 1975.

Þá hefur fyrirtækið slegið út af borðinu áætlanir þess efnis að búa til farsíma í samstarfi við finnska farsímaframleiðandann Nokia.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×