Innlent

Sýknaður af ákæru um líkamsárás á fyrrverandi unnustu

Frásögn konunnar þótti misvísandi og ekki var útilokað að hún hefði hlotið áverkana við það að detta.
Frásögn konunnar þótti misvísandi og ekki var útilokað að hún hefði hlotið áverkana við það að detta. MYND/Valgarður

Karlmaður var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um líkamsárás á fyrrverandi unnustu sína. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í október á síðasta ári ráðist á konuna á göngustíg í Víðidal í Reykjavík.

Parið hafði verið úti að skemmta sér en sinnast við heimkomuna. Konan rauk þá á dyr og sagði hún manninn hafa elt sig og ráðist á sig. Maðurinn hefði tekið hana hálstaki, hrint henni í jörðina, rifið í hár hennar og dregið hana eftir jörðinni. Konan fékk kúlu á höfuðið og marðist bæði og hruflaðist.

Maðurinn neitaði sök og sagðist hafa farið á eftir henni til að sækja símann sinn og til að huga að henni. Maðurinn var sýknaður af ákærunni en framburður konunnar þótti misvísandi. Læknir útilokaði heldur ekki að konan hafi fengið áverka sína við það að detta á göngustíg eða úti í móa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×