Þjóðverjar sigruðu á heimsmótinu 11. desember 2006 19:51 Bernhard Langer og Marcel Siem fagna hér sigrinum NordicPhotos/GettyImages Þjóðverjar fögnuðu sigri á heimsmótinu í golfi sem lauk á Barbados eyjum í gærkvöldi eftir spennandi lokasprett gegn Skotum en bráðabana þurfti til að skera úr um úrslit. Bæði Þjóðverjar og Skotar voru á sextán höggum undir pari eftir fjóra hringi á Sandy Lane vellinum á Barbados og því þurfti bráðabana til. Svíar voru þó ekki nema einu höggi á eftir og urðu í þriðja sæti en það voru Carl Pettersson og Henrik Stenson sem kepptu fyri þeirra hönd. Keppt var í tvímenningi en lið Þjóðverja skipuðu þeir Bernhard Langer og Marcel Siem en lið Skota þeim Colin Montgomerie og Marc Warren. Það er ekki hægt að segja að bráðabaninn hafi dregið á langinn en úrslitin réðust strax á fyrstu holunni. Fyrsta teighögg Montgomerie í bráðabananum hitti ekki inn á flöt fyrir Skotana en Warren vippaði inn á hana í öðru högginu og skildi eftir fjögur fet. Langer tók teighöggið fyrir Þjóðverjana og líkt og Montgomerie hitti hann heldur ekki flötina. Siem vippaði alveg upp að holu svo Langer þurfti bara að reka það pútt niður fyrir pari. En Montgomerie hitti ekki úr fjögurra feta púttinu fyrir Skota og því var sigurinn Þjóðverja. Erlendar Golf Íþróttir Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Þjóðverjar fögnuðu sigri á heimsmótinu í golfi sem lauk á Barbados eyjum í gærkvöldi eftir spennandi lokasprett gegn Skotum en bráðabana þurfti til að skera úr um úrslit. Bæði Þjóðverjar og Skotar voru á sextán höggum undir pari eftir fjóra hringi á Sandy Lane vellinum á Barbados og því þurfti bráðabana til. Svíar voru þó ekki nema einu höggi á eftir og urðu í þriðja sæti en það voru Carl Pettersson og Henrik Stenson sem kepptu fyri þeirra hönd. Keppt var í tvímenningi en lið Þjóðverja skipuðu þeir Bernhard Langer og Marcel Siem en lið Skota þeim Colin Montgomerie og Marc Warren. Það er ekki hægt að segja að bráðabaninn hafi dregið á langinn en úrslitin réðust strax á fyrstu holunni. Fyrsta teighögg Montgomerie í bráðabananum hitti ekki inn á flöt fyrir Skotana en Warren vippaði inn á hana í öðru högginu og skildi eftir fjögur fet. Langer tók teighöggið fyrir Þjóðverjana og líkt og Montgomerie hitti hann heldur ekki flötina. Siem vippaði alveg upp að holu svo Langer þurfti bara að reka það pútt niður fyrir pari. En Montgomerie hitti ekki úr fjögurra feta púttinu fyrir Skota og því var sigurinn Þjóðverja.
Erlendar Golf Íþróttir Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira