Erlent

Forseti Chile fylgdi Pinochet ekki til grafar

Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra Chile, var borinn til grafar í höfuðborginni, Santiago, í dag. Hann lést á sunnudaginn, 91 árs að aldri. Ættingjar Pinochets og vinir kvöddu hann þar sem hann var jarðsunginn í herskóla í höfuðborginni Santiago.

Pinochet var ekki jarðsettur með viðhöfn og forseti landsins, Michele Bachelet, var ekki viðstödd. Hún sendi varnarmálaráðherra landsins í sinn stað. Faðir Bachelet var myrtur á tímum ógnarstjórnar Pinochets á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og mátti Bachelet sjálf sæta pyntingum líkt og hátt í þrjátíu þúsund manns til viðbótar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×