Bæjarstjórn Akraness skorar á Alþingi og ríkisstjórnina að tryggja fjarmagn til að tvöfalda þjóðveginn um Kjalarnes og undirbúa stækkun Hvalfjarðarganga í beinu framhaldi. Fréttavefurinn Skessuhorn.is greinir frá því að bæjarstjórnin hafi á fundi sínum í gær samþykkt ályktu þessa efnis.
Bæjarstjórnin bendir á að umferð um Vesturlandsveg, Kjalarnes og í Hvalfjarðargöngum hafi aukist um tólf til fjórtán prósent á ári undanfarin ár. Aukningin sé umfram það sem almennt hefur gerst hér á landi og mun meiri en á öðrum leiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu.