Innlent

Dómsuppsaga í málum gegn olíufélögunum

MYND/Vilhelm

Dómar verða kveðnir upp í málum Reykjavíkurborgar og Strætó bs. á hendur stóru olíufélögunum klukkan þrjú í dag. Borgin og Strætó stefndu olíufélögunum vegna samráðs þeirra og krefjast skaðabóta upp á samtals 157 milljóna króna.

Lögmenn olíufélaganna viðurkenndu samráðið við aðalmeðferð málsins en höfnuðu bótakröfunum. Töldu lögmennirnir að ekki hefðu verið færðar sönnur á skaða vegna samráðsins, hvað þá að hægt væri að tilgreina upphæð í því samhengi.

Dómar verða kveðnir upp í málum Reykjavíkurborgar og Strætó bs. á hendur stóru olíufélögunum klukkan þrjú í dag.

Þetta er annar dómurinn sem kveðinn er upp í tengslum við samráðið en í síðustu viku sýknaði héraðsdómur Ker hf., sem áður var Olíufélagið ESSO, af skaðabótakröfum manns á Húsavík sem taldi sig hafa þurft að greiða of mikið fyrir bensín á samráðstímanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×