Erlent

Samkynhneigðir njóti verndar í Færeyjum

Frá Þórshöfn í Færeyjum
Frá Þórshöfn í Færeyjum úr myndasafni

Færeyska lögþingið samþykkti í dag að samkynhneigðir skuli njóta lagaverndar gegn háði og ofsóknum. Frumvarpið fer til þriðju umræðu í næstu viku þar sem fastlega er búist við að það verði samþykkt.

Sams konar frumvarp var fellt með yfirgnæfandi meirihluta á síðasta ári. Færeyingar hlutu bágt fyrir þá afgreiðslu og málið var meðal annars tekið upp á síðasta þingi Norðurlandaráðs.

Hátt í 30 þúsund manns undirrituðu á netinu hvatningu til þingmanna að samþykkja lögin og forystumenn Hinsegin daga í Reykjavík og Samtakanna 78 skrifuðu meðal annars opið bréf til Færeyinga sem birt var í tveimur stærstu dagblöðum landsins þar sem Færeyingar voru hvattir til umburðarlyndis gagnvart samkynhneigðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×