Innlent

Unglingur sektaður fyrir líkamsárás

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ungling til greiðslu 60 þúsund króna sektar í ríkissjóð og fórnarlambi sínu í líkamsárás samtals 130 þúsund krónur í miskabætur.

Unglingurinn var ákærður fyrir að hafa hafa hrint karlmanni í anddyri fjölbýlishúss í Breiðholti svo að hann lenti á hurðarrúðu sem brotnaði með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut sex sentímetra skurð á handlegg sem reyndist mjög djúpur.

Drengurinn hafði tvisvar verið sektaður vegna fíkniefnabrota en líkamsárásin sem hann var sakfelldur fyrir nú var framin áður en gengið var frá þeim sektum. Var refsing piltsins nú ákvörðuð sem hegningarauki við fíkniefnasektirnar og þótti 60 þúsund króna sekt hæfileg refsing sem fyrr segir. Þá var hann einnig dæmdur til að greiða fórnarlambinu 70 þúsund krónur í miskabætur auk kostnaðar mannsins við að halda kröfu sinni fram, samtals 60 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×