Innlent

Gat ekki varið sig sökum ölvunar

Dómurinn taldi árásina tilefnislausa og fólskulega en fórnarlambið var mjög drukkið og átti því erfitt með að verja hendur sínar.
Dómurinn taldi árásina tilefnislausa og fólskulega en fórnarlambið var mjög drukkið og átti því erfitt með að verja hendur sínar. MYND/Vísir

Maður um tvítugt var í gær dæmdur í Héraðsdómi Austurlands í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn réðst ásamt konu á þrítugsaldri á karlmann við heimahús á Höfn í Hornafirði í janúar á þessu ári.

Konan játaði sök en hún og maðurinn slógu fórnarlambið nokkrum hnefahöggum í andlitið og brutu hönd hans með því að skella á hana útidyrahurð. Dómurinn taldi árásina tilefnislausa og fólskulega en fórnarlambið var mjög drukkið og átti því erfitt með að verja hendur sínar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×