Innlent

Skilorðsbundið fangelsi og sekt fyrir skatta- og bókhaldsbrot

MYND/Hari

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 16 milljóna króna í sekt fyrir skattalaga-, bókhalds- og hegningarlagabrot í tengslum við eigin atvinnurekstur og við rekstur einkahlutafélags.

Manninum var meðal annars gefið að sök að hafa látið hjá líða að telja fram til skatts veltu upp á hátt í áttatíu milljónir króna og látið undir höfuð leggjast að færa lögbundið bókhald vegna rekstursins. Ákærði neitaði sök fyrir dómi en hann komst engu að síður að þeirri niðurstöðu maðurinn hefði gerst sekur um stórfelld brot sem vörðuðu verulegar fjárhæðir. Hins vegar var litið til þess að dráttur varð á rannsókninni auk þess sem maðurinnn hafði ekki áður komist í kast við lögin. Þótti því hálfs árs fangelsi, sem skilorðsbundið er til tveggja ára, hæfileg refsing auk 16 milljóna króna sektar sem fyrr segir. Kemur til fimm mánaða fangelsi hafi maðurinn ekki greitt sekt sína innan fjögurra vikna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×