Olíusamráðsdómur hafi fordæmisgildi fyrir Vestmannaeyjabæ 14. desember 2006 13:55 MYND/Vilhelm Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir fyrirliggjandi að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í gær í máli Reykjavíkurborgar og Strætós á hendur stóru olíufélögunum vegna samráðs þeirra hafi fordæmisgildi fyrir Vestmannaeyjabæ enda séu málin keimlík. Hann býst við að mál bæjarins á hendur olíufélögunum verði tekið fyrir hjá dómstólum um miðjan febrúar en útilokar ekki að semja við olíufélögin um skaðabætur vegna samráðsins.Elliði segir að þegar sé búið að þingfesta mál Vestmannaeyjabæjar á hendur olíufélögunum og að krafa bæjarins hljóði upp á tæpar 29 milljónir króna. Þar sé miðað við þann afslátt sem bærinn hefði átt að fá á árabilinu 1997-2001 í tengslum við útboð á viðskiptum á eldsneyti og olíuvörum ef ekki hefði komið til samráð.Elliði segir mál Reykjavíkurborgar og Vestmannaeyjabæjar keimlík þar sem olíufélögin hafi samið að eitt félagið greiddi hinum tiltekna upphæð fyrir lítrann af eldsneyti sem það seldi til bæjarfélaganna gegn því að það fengi samninginn. Segir Elliði brot olíufélaganna grófara gegn Vestmannaeyjabæ þar sem greiðslan fyrir hvern lítra hafi verið hærri en í tilviki Reykjavíkurborgar.Elliði býst við að mál bæjarins á hendur olíufélögunum verði tekið fyrir hjá dómstólum um miðjan febrúar nema dómurinn í gær hafi vakið sáttahug hjá þeim og þau séu tilbúin til viðræðna við bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum um skaðabætur. Hann útiloki ekki að sú leið verði farin.Fleiri aðilar velta nú fyrir sér málssókn á hendur olíufélögunum eftir dóm héraðsdóms í gær, þar á meðal Alcan og Icelandair. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, segir fyrirtækið vera að skoða dóminn en að engin ákvörðun liggi fyrir um hvort farið verði í mál. Þá sé ekki ljós hver krafan verði ef ákveðið verði að höfða mál.Svipuð svör var að fá hjá Jóni Karli Ólafssyni, forstjóra Icelandair. Hann bendir á að minnst sé á félagið í skýrslu samkeppnisyfirvalda um samráð olíufélaganna og að lagst verði yfir það á næstunni hvort mál verði höfðað fyrir dómsstólum og krafist skaðabóta. Samráð olíufélaga Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir fyrirliggjandi að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í gær í máli Reykjavíkurborgar og Strætós á hendur stóru olíufélögunum vegna samráðs þeirra hafi fordæmisgildi fyrir Vestmannaeyjabæ enda séu málin keimlík. Hann býst við að mál bæjarins á hendur olíufélögunum verði tekið fyrir hjá dómstólum um miðjan febrúar en útilokar ekki að semja við olíufélögin um skaðabætur vegna samráðsins.Elliði segir að þegar sé búið að þingfesta mál Vestmannaeyjabæjar á hendur olíufélögunum og að krafa bæjarins hljóði upp á tæpar 29 milljónir króna. Þar sé miðað við þann afslátt sem bærinn hefði átt að fá á árabilinu 1997-2001 í tengslum við útboð á viðskiptum á eldsneyti og olíuvörum ef ekki hefði komið til samráð.Elliði segir mál Reykjavíkurborgar og Vestmannaeyjabæjar keimlík þar sem olíufélögin hafi samið að eitt félagið greiddi hinum tiltekna upphæð fyrir lítrann af eldsneyti sem það seldi til bæjarfélaganna gegn því að það fengi samninginn. Segir Elliði brot olíufélaganna grófara gegn Vestmannaeyjabæ þar sem greiðslan fyrir hvern lítra hafi verið hærri en í tilviki Reykjavíkurborgar.Elliði býst við að mál bæjarins á hendur olíufélögunum verði tekið fyrir hjá dómstólum um miðjan febrúar nema dómurinn í gær hafi vakið sáttahug hjá þeim og þau séu tilbúin til viðræðna við bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum um skaðabætur. Hann útiloki ekki að sú leið verði farin.Fleiri aðilar velta nú fyrir sér málssókn á hendur olíufélögunum eftir dóm héraðsdóms í gær, þar á meðal Alcan og Icelandair. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan, segir fyrirtækið vera að skoða dóminn en að engin ákvörðun liggi fyrir um hvort farið verði í mál. Þá sé ekki ljós hver krafan verði ef ákveðið verði að höfða mál.Svipuð svör var að fá hjá Jóni Karli Ólafssyni, forstjóra Icelandair. Hann bendir á að minnst sé á félagið í skýrslu samkeppnisyfirvalda um samráð olíufélaganna og að lagst verði yfir það á næstunni hvort mál verði höfðað fyrir dómsstólum og krafist skaðabóta.
Samráð olíufélaga Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira