Innlent

Ók bíl undir áhrifum lyfja frá Reykjavík til Húnaþings vestra

MYND/E.Ól

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag karl til greiðslu 100 þúsund króna í sekt fyrir bílstuld, akstur undir áhrifum lyfja og fyrir vörslu fíkniefna.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa stolið bíl í Reykjavík snemma á árinu og ekið honum undir áhrifum örvandi og deyfandi lyfja eftir þjóðvegi eitt sem leið lá í Húnaþing vestra þar sem hann ók út af veginum. Við leit lögreglu fannst amfetamín á manninum og var hann einnig ákærður fyrir vörslu þess.

Maðurinn játaði að hafa framin brotin en með þeim rauf hann skilorð. Tekið var tillit til þess að hann hefði leitað sér aðstoðar vegna fíkniefnaneyslu sinnar og skilorðsdómur hans látinn standa en honum refsað sérstaklega fyrir brotin nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×