Fé leitar þangað sem fjölmiðlar eru 14. desember 2006 19:00 Janfvirði 1200 milljarða íslenskra króna var veitt til hjálparstarfs víða um heim í fyrra, samkvæmt nýrri hamfaraskýrslu Alþjóða Rauða krossins. Fénu er misskipt, að mati skýrsluhöfunda. Sem dæmi hafi ekki nægilega miklu fé verið veitt til hjálparstarfs í Malaví og segir íslenskur sendifulltrúi matvælaverkefnis Rauða krossins þar að fé leiti þangað sem fjölmiðlar séu. Þetta er í fjórtánda sinn sem Hamfaraskýrslan kemur út og henni ætlað að sýna á gagnrýninn hátt hvernig tekist hefur að veita neyðaraðstoð þar sem hennar er þörf. Að þessu sinni er athyglinni beint að neyð á svæðum í heiminum sem njóta lítillar eða engrar athygli ráðamanna, fjölmiðla eða jafnvel hjálparsamtaka. Fram kemur að alþjóðasamfélagið hafi í fyrra veitt samanlagt jafnvirði um tólf hundruð milljarða íslenskra króna til neyðaraðstoðar. Bent er á að fórnarlömb flóðbylgjunnar á Indlandshafi hafi fengið að meðaltali 85 þúsund krónur á hvern einstakling í formi aðstoðar þegar þörfin hafi verið um 18 þúsund. Framlög vegna átaka og hungursneiðar í Súdan hafi verið 30 þúsund á mann, 11 þúsundum minna en þurfti. Framlög vegna jarðskjálftans í Suður-Asíu hafi verið tvöfalt meiri en þurfti en framlög vegna átaka í Austur-Kongó aðeins þriðjugur af því sem þurfi. Framlagið á mann í Malaví í fyrra var átján hundruð krónur. Birna Halldórsdóttir, sendifulltrúi, hefur starfað við matvælaverkefni Rauða krossins í Malaví síðan í febrúar í ár. Hún segir það sorglega staðreynd að fé til hjálparstarfs leiti þangað sem umfjöllunin sé mest. "Þar sem fjölmiðlafókusinn er, þar koma peningarnir. Ef ef land er ekki í umfjöllun þá gleymist það," segir Birna. Í skýrslunni er einnig fjallað um það að konur verði oft útundan þegar brugðist sé við neyðarástandi. Í skýrslunni er fjallað um að konur vinni oft betur úr áföllum eftir hamfarir. Þær eigi oft auðveldara með að veita sálrænan stuðning og hafi fleiri tækifæri til að afla tekna á meðan neyðarástand ríki. Erlent Fréttir Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Janfvirði 1200 milljarða íslenskra króna var veitt til hjálparstarfs víða um heim í fyrra, samkvæmt nýrri hamfaraskýrslu Alþjóða Rauða krossins. Fénu er misskipt, að mati skýrsluhöfunda. Sem dæmi hafi ekki nægilega miklu fé verið veitt til hjálparstarfs í Malaví og segir íslenskur sendifulltrúi matvælaverkefnis Rauða krossins þar að fé leiti þangað sem fjölmiðlar séu. Þetta er í fjórtánda sinn sem Hamfaraskýrslan kemur út og henni ætlað að sýna á gagnrýninn hátt hvernig tekist hefur að veita neyðaraðstoð þar sem hennar er þörf. Að þessu sinni er athyglinni beint að neyð á svæðum í heiminum sem njóta lítillar eða engrar athygli ráðamanna, fjölmiðla eða jafnvel hjálparsamtaka. Fram kemur að alþjóðasamfélagið hafi í fyrra veitt samanlagt jafnvirði um tólf hundruð milljarða íslenskra króna til neyðaraðstoðar. Bent er á að fórnarlömb flóðbylgjunnar á Indlandshafi hafi fengið að meðaltali 85 þúsund krónur á hvern einstakling í formi aðstoðar þegar þörfin hafi verið um 18 þúsund. Framlög vegna átaka og hungursneiðar í Súdan hafi verið 30 þúsund á mann, 11 þúsundum minna en þurfti. Framlög vegna jarðskjálftans í Suður-Asíu hafi verið tvöfalt meiri en þurfti en framlög vegna átaka í Austur-Kongó aðeins þriðjugur af því sem þurfi. Framlagið á mann í Malaví í fyrra var átján hundruð krónur. Birna Halldórsdóttir, sendifulltrúi, hefur starfað við matvælaverkefni Rauða krossins í Malaví síðan í febrúar í ár. Hún segir það sorglega staðreynd að fé til hjálparstarfs leiti þangað sem umfjöllunin sé mest. "Þar sem fjölmiðlafókusinn er, þar koma peningarnir. Ef ef land er ekki í umfjöllun þá gleymist það," segir Birna. Í skýrslunni er einnig fjallað um það að konur verði oft útundan þegar brugðist sé við neyðarástandi. Í skýrslunni er fjallað um að konur vinni oft betur úr áföllum eftir hamfarir. Þær eigi oft auðveldara með að veita sálrænan stuðning og hafi fleiri tækifæri til að afla tekna á meðan neyðarástand ríki.
Erlent Fréttir Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira