Abbas boðar kosningar 16. desember 2006 12:13 Mahmoud Abbas forseti Palestínu sagði í ræðu nú í morgun að Hamas-samtökin bæru ábyrgð á róstunum sem nú ríkja á heimastjórnarsvæðunum. Hann hótaði að leysa ríkisstjórnina frá völdum og lét að því liggja að þing- og forsetakosningar væru á næsta leiti. Alger upplausn hefur ríkt á herteknu svæðunum undanfarna daga vegna síendurtekinn skæra Hamas-liða og stuðningsmanna Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas. Skotið var á bíl Ismail Haniyeh, forsætisráðherra og einn leiðtoga Hamas, við landamæri Egyptalands og Gaza í fyrrinótt og í gær særðust á fjórða tug manna í átökum á Vesturbakkanum og á Gaza. Í morgun var hins vegar allt með kyrrum kjörum enda höfðu leiðtogar fylkinganna beðið liðsmenn sína um að halda ró sinni. Þannig benti Khaled Mashaal, leiðtogi Hamas sem situr í útlegð í Sýrlandi, í yfirlýsingu sinni á að baráttan ætti að beinast gegn hernámi Ísraela en ekki gegn öðrum Palestínumönnum. Abbas forseti hélt svo sannkallaða þrumuræðu nú á tólfta tímanum. Þar sagði hann Hamas bera ábyrgð á óöldinni í Palestínu undanfarna daga en undirstrikaði jafnframt vandlega að hann myndi ekki láta það viðgangast að borgarastríð brytist út. Hann minnti auk þess á rétt sinn sem forseta til að leysa upp heimastjórnina, en henni hafa Hamas samtökin stýrt undanfarin misseri. "Ég þarf ekki á ríkisstjórn að halda mér til skemmtunar, ég þarf ríkisstjórn sem er fær um að fá þvingunum Vesturlanda aflétt," bætti hann við og vísaði þar til þess að Bandaríkin og Evrópusambandið hafa fryst allar styrkveitingar til Palestínu vegna Hamas-stjórnarinnar. Forsetinn klykkti svo loks út með því að segja að hann vildi að þing- og forsetakosningar yrðu haldnar svo fljótt sem auðið væri. Erlent Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Mahmoud Abbas forseti Palestínu sagði í ræðu nú í morgun að Hamas-samtökin bæru ábyrgð á róstunum sem nú ríkja á heimastjórnarsvæðunum. Hann hótaði að leysa ríkisstjórnina frá völdum og lét að því liggja að þing- og forsetakosningar væru á næsta leiti. Alger upplausn hefur ríkt á herteknu svæðunum undanfarna daga vegna síendurtekinn skæra Hamas-liða og stuðningsmanna Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas. Skotið var á bíl Ismail Haniyeh, forsætisráðherra og einn leiðtoga Hamas, við landamæri Egyptalands og Gaza í fyrrinótt og í gær særðust á fjórða tug manna í átökum á Vesturbakkanum og á Gaza. Í morgun var hins vegar allt með kyrrum kjörum enda höfðu leiðtogar fylkinganna beðið liðsmenn sína um að halda ró sinni. Þannig benti Khaled Mashaal, leiðtogi Hamas sem situr í útlegð í Sýrlandi, í yfirlýsingu sinni á að baráttan ætti að beinast gegn hernámi Ísraela en ekki gegn öðrum Palestínumönnum. Abbas forseti hélt svo sannkallaða þrumuræðu nú á tólfta tímanum. Þar sagði hann Hamas bera ábyrgð á óöldinni í Palestínu undanfarna daga en undirstrikaði jafnframt vandlega að hann myndi ekki láta það viðgangast að borgarastríð brytist út. Hann minnti auk þess á rétt sinn sem forseta til að leysa upp heimastjórnina, en henni hafa Hamas samtökin stýrt undanfarin misseri. "Ég þarf ekki á ríkisstjórn að halda mér til skemmtunar, ég þarf ríkisstjórn sem er fær um að fá þvingunum Vesturlanda aflétt," bætti hann við og vísaði þar til þess að Bandaríkin og Evrópusambandið hafa fryst allar styrkveitingar til Palestínu vegna Hamas-stjórnarinnar. Forsetinn klykkti svo loks út með því að segja að hann vildi að þing- og forsetakosningar yrðu haldnar svo fljótt sem auðið væri.
Erlent Fréttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent