Innlent

Piparkökuhús verðlaunuð

Til að búa til verðlauna- piparkökuhús þarf að vera skipulagður og hafa auga fyrir því smáa sem gefur lífinu lit, segja sigurvegarar í piparkökuhúsasamkeppni sem Grafarvogskirkja efndi til, en verðlaunin voru afhent í morgun.

Það voru nemendur í unglingadeildum sex skóla í Grafarvogi sem tóku þátt í keppninni, en markmiðið var að piparkökuhúsið líktist Grafarvogskirkju sem mest. Engjaskóli varð hlutskarpastur í keppninni að þessu sinni, en það var Sveppi sem afhenti verðlaunin, 75 þúsund krónur sem krakkarnir ákváðu að láta renna til Einstakra barna, sem er stuðningsfélag langveikra barna.

Það getur verið erfitt að baka fullkomið piparkökuhús en krakkarnir notuðu þemaviku í skólanum í verkið undir styrkri stjórn smíðakennara og heimilisfræðikennara. Sigtryggur Hauksson, nemandi í Engjaskóla, segir að það þurfi skipulagningu og næmt auga til að gera verðlauna piparkökuhús. Einhver mistök hafi verið gerð en þetta hafi heppnast.

Piparkökuhúsin sex verða til sýnis í Grafarvogskirkju fram að áramótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×