Erlent

Nágrannar styðji Íraka

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, á blaðamannafundi í Bagdad í dag.
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, á blaðamannafundi í Bagdad í dag. MYND/AP

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, heimsótti í dag breska hermenn í Írak. Í ræðu sem Blair flutti við það tækifæri hét hann Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, stuðningi og sagði mikilvægt að leiðtogar í nágrannalöndum Íraks styddu við bakið á honum og kæmu í veg fyrir að grafið væri undan honum.

Hann sagði að beita þyrfti lönd á borð við Íran og Sýrland þrýstingi til að stuðningur við Írak yrði tryggður. Blair hefur verið á ferðalagi um ríki Mið-Austurlanda síðustu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×