Erlent

30 starfsmönnum Rauða hálfmánans rænt í Írak

Frá vettvangi í Bagdad í dag.
Frá vettvangi í Bagdad í dag. MYND/AP

Byssumenn rændu 30 starfsmönnum Rauða hálfmánans í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Mannræningjarnir óku í ofboði að höfuðstöðvum hjálparsamtakana, réðust inn og rændu karlkyns starfsmönnum og gestkomandi.

Mannræningjarnir voru á bílum líkum þeim sem íraska lögreglan ekur á og klæddir búningum líkum þeim sem sérsveitarmenn innanríkisráðuneytisins klæðast.

Þetta er í annað sinn á tæpri viku sem mannræningjar í Írak beita aðferð sem þessari. Á fimmtudaginn var tæplega 70 manns rænt í viðskiptahverfi í höfuðborginni. Rúmlega 20 hefur verið sleppt.

Herskáum sjíum er kennt um mannránin og einnig glæpahópum sem vilja einfaldlega fá lausnargjald fyrir gísla sína.

Rauði hálfmáninni eru stærstu hjálparsamtökin í Írak. Fulltrúar þeirra segja bandaríska hermenn, janft sem herskáa hópa innfæddra, hafa gert árásir á skrifstofur þeirra og bíla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×