Innlent

Fær ekki bætur fyrir að hafa runnið á blautu gólfi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Bónus og Sjóvá af skaðabótakröfum manns sem rann til á gólfi Bónuss í Spönginni fyrir sex árum. Maðurinn var starfsmaður Bónuss og dag einn þegar hann kom til vinnu rann hann á blautu gólfi verslunarinnar og skall niður á annað hnéð.

Maðurin fór fram á skaðabætur í kjölfarið frá fyrirtækinu sem hafnaði því en fallist var á greiðsluskyldu úr slysatryggingu launþega. Maðurinn vísaði þá málinu til Tjónanefndar vátryggingafélaganna og þar á eftir til Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum en hvorug nefndin taldi að sýnt hefði verið fram á saknæma háttsemi fyrirtækisins.

Höfðaði maðurinn því mál og byggði meðal annars á því að slysið mætti rekja til ófullnægjandi og hættulegrar vinnuaðstöðu hjá Bónusi. Á það féllst héraðsdómur ekki og segir í dómnum að það sé ekki saknæmt að þrífa gólf verslunarinnar þó að starfsmenn séu að mæta til vinnu.

Stefnandi hafi vitað að gólfið hafi verið blautt og verið fullfær um að meta slysahættuna af því að ganga inn á blautt gólf. Hann beri því sjálfur ábyrgð á því tjóni sem hann hafi orðið fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×