Erlent

Vel launað framhjáhald

Tæplega þrítugur lagermaður í vöruhúsi fékk sér dæmdar 400 milljónir króna bætur í Lundúnum í dag, fyrir að halda tvisvar framhjá konunni sinni og elta vændiskonur út um alla móa.

Dómarinn taldi fullsannað að Stephen Tame hefði verið kristilega þenkjandi og trúr eiginmaður, áður en hann fékk mikið höfuðhögg, þegar hann datt úr krana í vöruhúsinu. Hann var í dái í tvo mánuði og læknar sögðu að það væri kraftaverk að hann skyldi lifa þetta af.

En þegar Stephen vaknaði var hann orðinn allt annar maður, hjólgraður dólgur sem hugsaði ekki um neitt nema kynlíf og klám. Eiginkona hans yfirgaf hann vegna framhjáhaldsins og dómaranum þótti hæfilegt að hann fengi fjögurhundruð milljóna króna bætur fyrir slysið.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×