18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku 19. desember 2006 17:32 MYND/Róbert Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa þröngvað 13 ára stúlku með ofbeldi til annarra kynferðismaka en samræðis og fyrir að gefa henni áfengi þrátt fyrir að vita að hún væri undir lögaldri. Þá var hann dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu 900 þúsund krónur í skaðabætur.Nauðgunin átti sér stað snemma á árinu og kemur fram í dómnum að maðurinn hafi káfað á brjóstum og kynfærum stúlkunnar innanklæða, setti hönd hennar á getnaðarlim sinn, sleikti brjóst hennar og kynfæri og setti fingur í leggöng hennar.Maðurinn neitaði sök en í niðurstöðu dómsins kemur fram að að framburður stúlkunnar sé sérstaklega staðfastur og trúverðugur og fái stoð í framburði vitna, hegðun hennar og ástandi eftir atvikið og sérstaklega með hliðsjón af niðurstöðu DNA-rannsóknar á munnvatnssýni sem fundist hafi á brjósti stúlkunnar.Segir dómurinn að í ljósi þessa sé ekki varhugavert að telja nægilega sannað að ákærði hafi gerst sekur um kynferðisbrotið. Hins vegar sé ósannað að ákærða hafi verið ljóst að stúlkan hafi verið yngri en 14 ára og voru brot hans því ekki heimfærð undir 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga sem kveður á um allt að 12 ára fangelsi fyrir kynferðismök við barn yngra en 14 ára.Var hann því dæmdur í 18 mánaða fangelsi en til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhald hans frá 30. janúar 2006 til 2. febrúar 2006. Auk skaðabóta var maðurinn dæmdur til að greiða yfir 800 þúsund krónur í skaðabætur. Dómsmál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa þröngvað 13 ára stúlku með ofbeldi til annarra kynferðismaka en samræðis og fyrir að gefa henni áfengi þrátt fyrir að vita að hún væri undir lögaldri. Þá var hann dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu 900 þúsund krónur í skaðabætur.Nauðgunin átti sér stað snemma á árinu og kemur fram í dómnum að maðurinn hafi káfað á brjóstum og kynfærum stúlkunnar innanklæða, setti hönd hennar á getnaðarlim sinn, sleikti brjóst hennar og kynfæri og setti fingur í leggöng hennar.Maðurinn neitaði sök en í niðurstöðu dómsins kemur fram að að framburður stúlkunnar sé sérstaklega staðfastur og trúverðugur og fái stoð í framburði vitna, hegðun hennar og ástandi eftir atvikið og sérstaklega með hliðsjón af niðurstöðu DNA-rannsóknar á munnvatnssýni sem fundist hafi á brjósti stúlkunnar.Segir dómurinn að í ljósi þessa sé ekki varhugavert að telja nægilega sannað að ákærði hafi gerst sekur um kynferðisbrotið. Hins vegar sé ósannað að ákærða hafi verið ljóst að stúlkan hafi verið yngri en 14 ára og voru brot hans því ekki heimfærð undir 1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga sem kveður á um allt að 12 ára fangelsi fyrir kynferðismök við barn yngra en 14 ára.Var hann því dæmdur í 18 mánaða fangelsi en til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhald hans frá 30. janúar 2006 til 2. febrúar 2006. Auk skaðabóta var maðurinn dæmdur til að greiða yfir 800 þúsund krónur í skaðabætur.
Dómsmál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira