Tónlist

ROMM TOMM TOMM

Latínsveit Tómasar R, spilar á Café Rósenberg annaðkvöld.
Latínsveit Tómasar R, spilar á Café Rósenberg annaðkvöld.

Sjö manna latínsveit Tómasar R. Einarssonar heldur tónleika á Café Rósenberg í Lækjargötu fimmtudagskvöldið 21. desember og hefjast þeir kl. 22. Auk bassaleikarans Tómasar skipa sveitina Kjartan Hákonarson trompet, Óskar Guðjónsson saxófón, Samúel J. Samúelsson básúnu, Ómar Guðjónsson gítar, Matthías M.D.Hemstock trommur og Sigtryggur Baldursson kóngatrommur.

Tómas og félagar munu leika lög af geisladisknum ROMM TOMM TOMM sem kom út í haust og hefur fengið frábærar viðtökur hjá gagnrýnendum jafnt sem almenningi. Þeir félagar hafa verið iðnir við að kynna tónlistina hérlendis og einnig erlendis, á tónleikum í Moskvu og Havana. Kúbönsk blöð hafa skrifað um tónlist Tómasar í kjölfar tónleika hans þar í nóvember s.l. og í nýlegum dómi í Opciones skrifar gagnrýnandinn Ricardo Alonso Venereo m.a.: ,,Geisladiskurinn inniheldur m.a. guajira-lög, bóleróa og lög þar sem músíkantarnir láta gamminn geisa að hætti djassmanna, en öll er tónlistin túlkuð af miklum krafti og fádæma leikni."

Sem fyrr segir hefjast tónleikarnir og er aðgangseyrir er 1000 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×