Viðskipti erlent

Euronext samþykkir samruna við NYSE

Euronext.
Euronext. MYND/AP

Hluthafar evrópsku kauphallarinnar Euronext, sem rekur kauphallir í Amsterdan, París, í Brussel og Lissabon, hafa samþykkt samruna við kauphöllina í New York, NYSE, en með honum verður til fyrsta kauphöllin sem tengir markaði í Evrópu og Bandaríkjunum og auðveldar fyrir vikið fjárfestingar yfir Atlantshafið.

Greiningardeild Landsbankans segir að gert sé ráð fyrir að samrunanum ljúki eftir um þrjá mánuði en hann er háður samþykki eftirlitsstofnana í báðum álfum. Þá eiga hluthafar NYSE eftir að samþykkja hann.

Greiningardeildins hefur eftir bandaríska dagblaðinu The Wall Street Journal að eftirlitsstofnanir hafi þegar gefið til kynna að þær muni samþykkja samrunann og samþykki hluthafa NYSE ætti að vera auðsótt. Sameiginlegt félag mun bera heiti beggja kauphalla og verða NYSE Euronext.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×