Erlent

Kynóðir krakkar

Hundruð leikskólabarna eru rekin úr skóla eða fá áminningar, vegna kynferðislegs áreitis, í Bandaríkjunum, á hverju ári. Nýjasta tilfellið er fimm ára drengur sem var rekinn heim fyrir að klípa jafnöldru sína í bossann.

Faðir drengsins segir að hann hafi ekki getað útskýrt fyrir syni sínum hvað hann gerði af sér. Hann viti ekkert um kynlíf og fyrir honum hafi þetta verið ærsl og leikur.

Fyrir nokkrum dögum fékk fjögurra ára drengur áminningu fyrir að að knúsa kennslukonu og nudda andliti sínu við brjóst hennar.

Það er misjafnt, eftir fylkjum, hvernig tekið er á hegðun barna í leikskólum. Í Maryland fylki voru tuttugu og átta börn annaðhvort rekin heim eða fengu áminningu fyrir "kynferðislega" hegðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×