Innlent

Guðmundur Jónsson í Byrginu var kærður í morgun

Ólöf Ósk Erlendsdóttir lagði fram kæru í dag á hendur Guðmundi Jónssyni, forstöðumanni Byrgisins. Þrjár konur að auki hafa haft samband við lögreglu vegna tengsla sinna við Guðmund. Ólöf, sem er 24 ára, sagði sögu sína í Íslandi í dag í gær. Hún fór í meðferð á Byrginu í apríl 2004 og kveðst hafa hafið náið samband við Guðmund í nóvember sama ár. Að hennar sögn lauk sambandinu fyrir þremur til fjórum vikum. Í viðtalinu í gær sakaði hún Guðmund um fjársvik og trúnaðarbrest. Hún hefur margvísleg gögn undir höndum sem sanna kynferðislegt samband milli þeirra Guðmundar, þar á meðal myndbönd, myndir, tölvupósta, bréf og ljóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×