Erlent

Georgía gafst upp fyrir Rússum

Rússland og Georgía hafa undirritað samning um að Rússar haldi áfram að selja gas til Georgíu á næsta ári, á rúmlega tvöföldu því verði sem greitt hefur verið hingaðtil. Georgía hafði hafnað þessari hækkun og meðal annars leitað til annarra landa um gaskaup.

Það gekk ekki, og því hafa Georgíumenn ekki átt annarra kosta völ en ganga að kröfum Rússa. Vesturlönd hafa talsverðar áhyggjur af því að Rússar nota olíu- og gassölu sína sem pólitískt vopn, en Evrópa fær nú meira ein þriðjung af gasi sínu frá Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×