Erlent

Vilja gjörbreyta Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn

Ráðhúsið lengst til vinstri, Tívolí og svo Hús iðnaðarins, með tölvumynd af risaskjánum.
Ráðhúsið lengst til vinstri, Tívolí og svo Hús iðnaðarins, með tölvumynd af risaskjánum. MYND/POLITIKEN

Það supu margir hveljur þegar þeir sáu hvernig Samtök iðnaðarins, í Danmörku, vilja breyta Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn. Þau vilja setja upp risastóran, og þá erum við að tala um RISASTÓRAN skjá á þeirri hlið hússins sem snýr að torginu.

Húsið er á horninu á Vesterbrogade og HC Andersen Boulevard, og sjálfsagt kannast margir Íslendingar við veitingastaðinn Copenhagen Corner, sem er þar á jarðhæðinni.

Þennan risaskjá ætla samtökin að nota undir auglýsingar, fótboltaleiki og aðra sérstaka atburði. Til dæmis væri hægt að nota hann til þess að bjóða erlenda gesti velkomna til höfuðborgarinnar. Þannig gætu til dæmis Ólafur Ragnar Grímsson eða Geir Haarde brosað til Kaupmannahafnar af risaskjánum, þegar fram líða stundir.

Óvíst er þó að til þessa komi, þar sem lagabreytingu þarf fyrir svona stórfelldum breytingum á útliti torgsins. Hjúkk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×